Baráttan við líkaman...

Góðan daginn...

Síðustu 10 mánuði hef ég verið að berjast við lúmskan og leiðinlega sjúkdóm sem heitir Colitis Ulcerosa eða Sáraristilbólgur. Hann lýsir sér þannig að ristillinn verður útataður í litlum blæðandisárum og líkaminn nær ekki að melta eða taka inn næringarefni. Þessu fylgja miklir verkir og ristilkrampar, fyrir utan svo það kvimleita mál að geta ekki farið fjær klósetti nema í svona 10 skrefa fjarðlægð. Þessi sjúkdómur er mjög líkur Crons nema hann legst bara á ristilinn. Þetta er meðfæddur galli og í raun ekki almennilega vitað hvað veldur því að sjúkdómurinn liggur vanalega í dvala framm undir 25-30 árin. Streita og áföll geta haft mikil áhrif á framvindu sjúkdómsinns en ekki er vitað til þess að sérstakur matur valdi veikindunum. Þótt það sé vitað að vissar matvörur íta undir veikindin. Til þess að ná tökum á mínum sjúkdómi hef ég þurft að vera síðustu mánuði á miklum og löngum sterakúrum sem eru sömu kúrar og eru notaðir fyrir krabbameins sjúka einstaklinga og það er rosalega mikið og ervitt fyrir líkaman vera á svona langvarandi kúrum. Það skal viðurkennt að ég er orðin frekar framlá bæði á sál og líkama eftir síðustu 10 mánuði og þrái það heitast að losna við steranan og ná virkum og heilbrigðum risli... Í dag er ég á 12 viku á sterakúr sem ég er að trappa mig niður af... á 3 vikur eftir EF görnin verður til friðs, sem ég vona auðvitað en ég vaknaði í nótt alveg í keing af verkjum og hugsaði "óó.. nei þá hefst ferlið aftur.." ;o( ég sem var farin að hlakka til að vera laus í sumar við þennan viðbjóð... en kannski næ ég að snúa þessu á einhvern hátt mér í hag.. það er vonandi. Ég er að fara að prófa ný vítamín og bætiefni sem ég bind soldrar vonir við. Ég er í þeirri stöðu núna að ég hef ekki leyfi til að segja nei við einhverju sem gæti hjálpað... því í raun er ég komin langleiðina á endastöð og þá er það stómi sem eru lokin. Þangað til ætla ég að derjast eins og villiköttur í því að prófa og skoða allt sem mér dettur í hug og gæti hjálpað. Því þótt stómi sé lausnin við sjúkdómnum, þá er það ekki lausnin núna... ég vil þá geta litið til baka og sagt ég gerði allt sem ég gat... 

Svona miklum lyfjum og veseni fylgja svo auðvitað miklar hliðar og aukaverkanir sem ég ætla ekki svosem að fara náið útí núna... Það sem skiptir máli fyrir mig núna er að missa ekki fókusinn á það sem ég vil í lífinu og halda þrátt fyrir mögulega tafir áfram frammávið og missa ekki sjónar að markmiðinu... Smile Það er ekki alltaf auðvelt en ég ræð við þetta eins og allt annað sem mér hefur áunnist síðustu árin... Smile

Jæja ... þá er þessu fræðsluhorin lokið í bili ég þurftir aðeins og ná fókus aftur og með svona smáskrifum næ ég því ... það er svo gott.. Smile

Kv. M

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband