Vetrardofinn í dag..

Halló...

Mikið væri ég til í að sumarið fengi leifi til að koma... það er svo kalt og á einhvern hátt svona doði yfir öllu í dag... Mér líður eins og stóru bjarndýri sem er að ranka við mér úr dvala en langar að sofa lengur. Þetta er í rauninni mjög skrítin tilfinning en svo bankar á kollinn á manni að "hey... þú ert á 12 viku á sterum" og það er ekkert skrítið að líkaminn sé eitthvað brenglaður... Grin þannig að ég sný mér þá bara að næsta verkefni og hætti að hugsa um þetta...

En ég vil meina að þetta sé eitthvað í loftinu því að Hetjan mín Fagra lennti í útistöðum í skólanum í dag og var eitthvað dapur og vankaður eftir lætin, þessi elska... hann er svo skapstór og réttlætiskenndin er svo rík að það þar mjög lítið til að minn maður springi og svo er hann svo dapur eftir á... InLove mamman getur ekki fengið að sér að skamma hann þegar hann kemur með hvolpaaugun og segir... "mamma.. Það varð árekstur í skólanumu og MÉR finnst það SVO leiðinlegt, ég er búin að segja fyrirgefðu en... snökt... " elsku Hetjan mín er að læra svo mikið um mannleg samskipti þessi misserin hlutir sem hann átti að læra ef allt hefði verið eðlilegt hjá honum í 1-2 bekk... ÆÆii mömmu hjartað vildi svo innilega að ég gæti keypt handa honum vin / vini... en þannig virkar þetta víst ekki... Frown Vonandi verður sumarið hjá honum gott.. hann er að fara í Nökkva siglinganámskeið í 2 vikur og svo í 10 daga á Ástjörn í sumarbúðir... Mín heistasta ósk er að hann kynnist einhverjum flottum strák sem verður vinur hans ... hann á það svo skilið að finna hvað sönn vinátta er... 

 Jæja... best að gera eitthvað af viti... heheheee... það eru fundir uppá hvern dag núna um Krabúðina sem ég er með í að opna niðri í Gránufélagshúsinu ( gamla Vélsmiðjan) .. ég hef eingan tíma í að framleiða vörur til að selja.. en... það kemur í vikunni. Magga alltaf dugleg að koma sér í allskonar verkefni... og helst pro pónó... Tounge svo ég geti haldið áfram að berjast við kerfið um að eiga í mig og á... ég ætla ekki að byrja á þeirri umræðu hér núna... er ekki í nógu reið eða pirruð útaf því núna... hehehee.. eins gott.. EN maður er þó úti á meðal fólks og að búa sér til grunn að því sem tekur við og framhaldið snýst um... að vera hönnuður fyrir sjálfan sig ekki aðra... en auðvitað verð ég að hugsa fyrst og frems að ná bata sjálf til að geta unnið í framtíðinni. Smile

Jæja... fundur.. 

Kveðja... M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband