Breiðarvík... og þaær tilfingar sem það vekur...

Góða kvöldið kæra fólk...

Þá er ég búinn að skila af mér verkefninu og held ég bara að ég geti staðið tinn rétt eftir það, ég er sátt við mitt... auðvitað vekur þetta verkefni áhugann á að gera meira og öðruvísi...ég er núna með 2-3 hugmyndir af öðruvísi sölubásum ... vonandi fæ ég tækifæri til að gera svona í framtíðinni...

En það sem fær mig til að setjast niður núna og skrifa er þetta hræðilega Breiðarvíkur mál... Hugsið ykkur að svona margir hafi þagað um þessar hörmungar í svona mörg ár... Þetta sýnir svart á hvítu að þeir sem hafa liðið fyrir öfbeldi í æsku eru frekar líklegri að leiðast útí ofbeldi sjálfir og neyslu... Hvað sögðu þeir að um 80% þeirra sem höfðu dvalið þarna í "Auzwits" íslands lenntu vitlausu meiginn við kerfið...  

Hjartað mitt hniprast að sársauka við þessar lýsingar vegna þess að ég þekki þetta og eiga þessir óheppnu einstaklingar mína samúð alla... ég tek utanum barnið mitt og finn fyrir híjunni sem streimir frá honum, fallegu, saklausu augun horfa á mig og spyrja "hvað er að mamma?" ... "mig langar bara að þú sért öruggur..." Hvernig getur maður verndað það dýrmætasta sem maður á fyrir þeirri hræðilegu illsku sem til er í þessum heimi...?? mér er spurt... Ég vona að mín ást og umhyggja sé nóg til að venda þessa fallegu sál... Mér er líka spurt.. Hvernig getur manneskjan verið svona hrillileg...svona ljós... svona vond... svona miskunlaus og svona samviskulaus....   Hvað varð um ástina, skilninginn... samúðina... og umburðalyndið.... er það mannkostur sem er að verða sjaldgæfari og sjaldgæfari...

Ég á ervitt með að koma tilfingum mínum um þetta allt í orð.. nema að mér finnst ég svo vanmáttug gagnvart þessu ógnar afli sem illskan er... og ég varð að trúa að ljósið sem ég get gefið heiminum og mikið af öðru fólki að það dugi til að yfir vinna þetta illa...

Kæru lesendur... ykkur sendi ég ljós og hýju með von um að Guð hjálpi mér að bæta heiminn... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

takk fyrir ljósið og hlýjuna

Ólafur fannberg, 6.2.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: bara Maja...

Segi það sama og Ólafur, Takk fyrir ljósið og hlýjuna, okkur veitir ekki af því á þessum tímum

bara Maja..., 7.2.2007 kl. 11:05

3 Smámynd: Kolla

Já tek undir með ræðumönnonum á undan. Og sendi ljós og hlýju tilbaka

Kolla, 7.2.2007 kl. 14:06

4 identicon

Þetta er búið að vera átakanlegt að horfa á og ég get ekki ímyndað mér þær þjáningar sem því fylgja sendi þér til baka mitt bjartasta ljós og hlýju sem ég á.

Sæmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband