29. maí 2011... byrjun en löng saga að baki...

Halló... Smile

Ég ákvað að fara hér inn og líta smá til baka, svona til að sjá líka hversu langt maður hefur komist á síðustu árunum. Ég byjaði að blogga hér inn þann 31.mars 2006 og á þeim tíma liggja 646 færslur sem ég er búin að fela núna... því það tilheirir fortíðinn. Í þessum 646 færslum er tala um skilnaði, flutninga, alvarleg veikindi sonar mína, skólagöngu, sigra , dimma dali og Evrópuverlaun svona svo eitthvað sé nefnt. Það var mér í sannleika sagt soldið ervitt að lesa sum að þeim skrifum sem ég hef sett hér inn síðustu árin, en þau segja manni líka hversu langt við erum komin í dag og var það í rauninni tilgangur þess að fara í smá tímaflagg þennan annas fallega sunnudagsmorguninn... InLove

Það sem ég hef ekki skrifað um hér eru mín veikindi og móður minnar sem tóku við af veikindum sonarinns á sínum tíma. Ástæða þess að ég hætti að blogga á sínum tíma var að sjálfri fannst mér saga okkar farin að lýkjast lygasöga og ákvað að halda þeirri sögu til hliðar því að í raun var komið nóg af sjúkrahús sögum... Pouty En svona til að gera langa sög stutta þá erum við búin að taka á við hjartaáfall, krabbamein, ofsakvíða, þunglyndi, sárabólguristi, sykursýki, bílsslys og svona sitt lítið að öðru líka.. þannig að þið sem þekkið sögu okkar skiljið hvað ég á við að lífið hljómar eins og lygasaga... og það er líka ágætt að taka þessu með vissum húmor því annað hefðum við ekki lifað þessi ár af... 

En núna eftir 3 ára baráttu við sjúkdóma og kerfið erum við komin á slóða sem liggur uppá við og við erum farin að sjá vissan árangur erviðisinns og það er svo gott. 

Þeir sem fylgdust með syninum og hans baráttu þá er það að frétta að Hetjunni að hann er kominn í almennan skóla og er með þeim hæðstu í sínum bekk, fjarveran þessi fyrstu 2 ár virðast ekki hafa stoppað minn mann, hann brillerar í skólanum en berst enn við félagslega vandan en hann er með svo frábæran kennara og var hún himnasending fyrir okkur og hefur henni tekist að finna námshestinn og nært hann roaslega. Ragnar er mjög heyrnaskertur á báðum eyrum eftir veikindin og það vottar fyrir taugaskemdum í fótunum en hann hleyður um eins og einginn sé morgundagurinn... Hann blómstar og er ljósið í lífi míns og mömmu... hann er sannkölluð HETJA...InLove

Núna er bara málið að horfa framm á veginn og nýta þau tækifæri sem byrtast, svo er málið að maður getur líka búið sét til tækifæri ef maður bara er með opin huga... Cool ofur bjartsýni í gangi...hehehee... nei, í rauninni ekki. Málið er að þótt samfélagið sé búin að ganga í gegnum hakkavél kreppunar þá er það alltaf manneskjan sem stendur eftir og það er manneskjan sem getur byggt upp aftur og mér finnst við í rauninni standa með visst fækifæri í höndunum líka... Wink ég á eftir að skrifa meira um þessar pælingar mína ... því ég er stöðugt að leitast við að verða betri í dag en í gær... breykka sjónsvið mitt og fræðast til þess að hafa sem víðustu sýnina á lífið og tilveruna. 

Jæja... Nú ætla ég að láta hér við sitja í bili. 

Kær kveðja... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband