Föstudagur, 2. febrúar 2007
Kallabann í 90 daga....
Góða kvöldið kæru vinir...
Ég var að horfa á Rachel Rey á Skjá einum áðann og hún var að tala við einhleypar konur, og hún skoraði á þær að fara í karlabann í 90 daga... heheheee.. og mér fannst það góð hugmynd.... Þannig að ég ætla að fara í þannig bann líka í 90 daga... Bara að hugsa um mig og strákinn.. okkar líf... Ekki það að ég hafi eitthvað verið desperet í kallamálum .. og hafa þeir hreinlega ekki átt mikið uppá pallborðið hjá mér síðustu misseri en það hefur verið þannig að allir í kringum mig hafa haft miklar áhyggjur af þessu og verið að koma mér á deit með hinum og þessum... Þótt ég sé búinn að vera ein í rúm 4 ár þá hef ég alldrey lokað alveg á þetta...
Það skal viðurkennast að ég er orðinn þreytt á því að vera stöðugt "einhleipa" stelpan í hópnum og sérstalega að leifa fólkinu mínu að vera stöðugt að "hjálpa" manni með þetta... Þetta er ekki þeirra mál...
Jæja... þá ætla ég að fara að taka á móti vinkonum mínum sem ég er að fara að kenna á photoshop... svo þær geta unnið myndirnar sínar aðeins...
Kæru vinir... Guð geymi ykkur...
Athugasemdir
Flott hjá þér, hver veit nema að draumaprinsinn bánki upp á hjá þér á næstu 90 dögum. Og ég lova ég skal sko drekka fyrir þig líka í kvöld.
Bestu kveðjur
Kolla
Kolla, 2.2.2007 kl. 18:28
þú lifir þetta ekki af i 90 daga....
Ólafur fannberg, 2.2.2007 kl. 18:35
hehehhee.... Hvað eigum við að veðja uppá...????
Margrét Ingibjörg Lindquist, 2.2.2007 kl. 19:58
ok tek því ....veðja uppá?
Ólafur fannberg, 2.2.2007 kl. 20:01
af hverju 90 dagar? Það er ómögulegt!!!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.2.2007 kl. 12:58
90 dagar... = 3 mánuðir... ææi ég greyp þetta bara úr þætti hjá Rachel Ray.... sem er sýndur hér á skjá einum.... Iss... piss.. þetta verður ekkert mál... ég er hvorteð er búinn að vera ein svo lengi að þetta er nú bara sett svona upp til að ögra sjálfri mér og öðrum....
Margrét Ingibjörg Lindquist, 4.2.2007 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.