Þriðjudagur, 30. janúar 2007
Tap gegn Dönum...
Þótt að ég sé Danskur ríkisborgari þá var tap okkar við Dani núna áðann mjög sárt.. við áttum alveg rétt á því að vinna eins og þeir... Þessi leikur var samt skemmtilegur og rosalega spennandi... Ég er í smá spennufalli hér... 5 sm frá sigri... En þannig er það... ekki hefði ég geta gert þetta betur sjálf... Þrefallt húrra fyrir STRÁKUNUM OKKAR....
Stóra frænkan mín (bróðurdóttir mín) var líka í sjónvarpinu áðann.. í Skólahreisti... Frábært hjá þér Ásrún mín.. 3 sætið ekki slæmt... þú stendur þig eins og hetja ...
Mér er að takast að merjast í gegnum þetta smáfal mitt andlega núna og kominn aftur á fullt í skólanum og er að verða búin með líkanið sem ég á að skila af mér í næstu viku... svo erum við enn að bíða eftir niðurstöðunni á Bjór-miða samkeppninni... mér skilst að það sé búið að funda í markaðsdeild Vífillsfells.. og það á að reyna að hóa í okkur í þessari viku til að ræða málin við okkur... þannig að spennan eykst í því.. Ég skal viðurkenna að ég er orðinn pinu spennt yfir niðurstöðu þeirra... því að það væri frábær plús í ferilskrána að hafa það með...
En kæru vinir ég vona að þið hafið ekki tekið ummálum mínum um hagnað bankanna sem að ég væri í einhverju væli "aumingja ég" stuði... alls ekki ég er glöð með mitt.. ég hef bara mjög sterkar skoðanir á flestu sem við kemur daglegu lífi og hvernig landið okkar er rekið.... hehheee.. já ætti að fara í póletík.. hef svosem hugleitt það en hef ekki fundið mig 100% í neinum flokki hingað til.. kannski gerist eitthvað núna í næstu kosningum...
Kæru dúllur og vinir.. GUÐ GEYMI YKKUR ÖLL...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.