Ætti maður að byrja að blogga aftur... ?!?!

Ég hef alltaf vissa þörf fyrir að skrifa og þeur sem þekkja mig best vita að það hefur fleitt mér yfir allskonar verkefni. Það sem skelfur mig núna eru nettröllin og fólk sem hefur þörf fyrir að draga ókunnuga niður í skít og drullu, ég er ekki viss um að hafi bak í árásir... en kannski er það einmitt lærdómurinn sem mig vantar, gagnrýni og að læra að standa með minni skoðun ( hvort hún sé rétt eða röng). bara standa með sjálfri sér...

Þegar ég byrjaði að blogga hér var þessi heimur og minn heimur allt öðruvísi, sonurinn barðist við erviðan sjúkdom og ég í frammhaldinu... núna er baráttan við unglinginn, reikningana, makaleitina-deitin, lífið hjá fertugri Dívu sem er líka öryrki í baráttu fyrir því að fá að lifa mannsæmandi lífi...

 

Það er þess virði að hugsa það hvort ég taki bloggtörn...  :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband