Sundlaug nr. 8 Laugardalslaugin- Eins og falleg gamalt barn síns tíma.

Jæja ... Núna er ég að byrja ári seinn að safna einni og einni laug aftur... Ég er auðvitað búinn að fagna 50 ára afmælinu en markmiði er það sama að safna 50 sundlaugum þótt tímamörkin sé önnur...
Þessa dagana er ég komin á suðurlandið í smá hjálparstarf en í leiðinni þá er stundir inná milli sem ég nýti í hluti sem ég annas ekki geri... Á þriðjudaginn var Þráinn vinur minn í hnéaðsgerð og ég þurfti að nota smá tíma sem ég gerði með því að safna 8. sundlauginni ... Það var Laugardalslaugin.
Laugardalslaugin kom mér dásamalega á óvart. Mér finnst hún eins og dásamlega falleg gömul kona sem heldur sér frábærlega en er í leiðinni barn síns tíma. Það er augljóst að öllu þarna er vel við haldið og þrifin hafa verið góð í tugi ára... það þarf nefnilega ekki langar vanrækslu til að maður sjá það hér og þar. Húsið og laugarnar hafa verið vel hannaðar frá upphafi og hentar sundlaugarmenningu okkar Íslendinga frábærlega.
Það eins sem mér fannst verra þar en heima á Akureyri er að sundlaugarnar bæði útilaugin og innilaugin eru hafðar 28 gráður og það er að mínu mati aðeins of heitt til að taka 1500 - 2000m. æfingu. Heima er keppniglaugin höfð 26 gráður og mér finnst það fullkominn hiti... Pottarnir heitir og kaldir alveg frábærir.
Annas var þetta frábær upplifun og ég á eftir að fara þangað aftur.
 
449399284_507701794944337_8619515121595890963_n449157723_1173654570334060_5033332350625774293_n

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband