Færsluflokkur: Bloggar

Friður með sjálfum sér....

Jæja elskurnar... ég var að setja Ragnar á flug til pabba síns... og ég er að pakka niður því nú er komið að hvíldinni.. .ég er að fara ein í sumarbústað alla helgina... EIN... hehehe.. en maður er víst alldrei alltaf einn... :o) Þannig að þetta verður gaman og gott... ég efast ekki um annað... Ég vil byðja guð um að vernda alla um helgina sem ég elska... og við heyrumst eftir helgi...

jæja...leiddu mig um dimman dal...

Það merkilega við að vera manneskja sem hefur reynt mikið er að eftir því sem maður verður sterkari þá finnst fólki maður ekki eiga rétt á því að vera dapur eða líða illa líka... Það sagði mér fróð manneskja að eftir því sem maður þrosast og verður næmari á lífsstrengi mína og annara .. þá alls ekki síður verður maður næmari tilfingalega og tekru líka dífur í þeim... þetta þótti mér mjög gott að heyra.. Því ég vil bara vera viðurkennd manneskja sem hef reynt miki, hef staðið mig vel, hef þroskast og blólstarð... en.. ég hef rétt til þess að (fara í þunglyndi eins og samfélagið þekkir það) eða í dífur í dimmadalinn minn eins og ég kalla það... og vitið þið... að ég byrjaði ekki uppferð úr dimma dalnum fyrr an ég viðurkenndi þetta fyrir fólkinu í kirngum mig... Ég er á fullu að finna mínar leiðir í lífinu ... og öll þurfum við það.. en ég er ekki ein af þeim sem set upp grímu... ekki lengur ég lifði þannig í 30 ár... setti mig í stellinga fyrir aðra... alvegsama hvernig mér leið... en þetta er frelsi mitt í dag... ég er búinn að henda grímusafninu og ég er eins og ég er... ég veit að ég þaf ekki hörkutólið til að berja á öxlina mína og segja " láttu ekki svona" eða "stattu þig stelpa"... ég þarf heldur ekki öxl til að gráta á... en það sem ég þarf er manneskja sem ber gagnkvæma virðingu fyrir mér sem getur sest niður og áff samræður við mig og speglað líðann mína ... manneskja sem einmitt getur komið með betri sýn eða skilning.. Vandi málsinns í síðustu vilu var að ég hafði eingann þannig.. en núna þegar ég er búinn að ná í og tala við þá mannesku lítur þetta ALLT öðruvísi út.... Ég er ekkert öruvísi en þið öll hin... nema kannski að því leiti að ég veit hvað ég vil..ég veit hvernig ég vinn að því og ég segi hlutina.. ÉG NENNI EKKI ÞESSUM ENDALAUSA FELULEIK... sem virðist vera svo viðgangandi í samfélaginu almennt... Hvað eru margar fjölskyldur eða einstaklingar sem líta 99% FLOTT út útávið.. nágannin og allir vita ekki betur en að allt sé í frínu lagi... en svo þegar þú kemur innávið.. þá er allt í rúst... ég sjálf þekki fleiri fleiri svoleiðis fjölskyldur, persónur... margir aðilar sem mér er einstaklega annt um... og ég elska í alla staði með kostum og göllum... og ég fer í einlægni minni ekki frammá að breita þeim... ég veit að það er ekki mitt... en fyrir mig get ég ekki lifað í svona leik leingur... ég er búinn með þann pakka.. hann fékk of mörg ár af mínu lífi... eða kannski ekki.. passlega mörg.. því að þau hafa gegið mér þroskann til að vera ÉG.... Guð geymi ykkur..

Helgin búinn...

Það er einstaklega merkilegt hvað helgar eru vanalega fjótar að líða... Við mæðginin erum búinn að liggja hér heima yfir vídeói með hita og leiðindi... Samt rifum við okkur upp í gær og fórum út á Öngulstaði og ég vann í nokkra tíma þar... svona til að hjálpa til við að undibúa haustfagnaðinn hjá Landsvirkjun sem átti að vera þar í gærkvöldi... en ég var ekki með pössun um kvöldið til að vera með þá.. kannski sem betur fer því að annas væru flestir starfsmann Landsvirkjunar hér fyrir noraðnn með flensu skít... En annas er lítið að gerast hér hjá mér... Ég er búinn að vera vinna aðeins með Calligraphyuna fyrir skólann... þetta er skemmtilegt fag... og maður áttar sig eingannveginn á því hvað er hægt að gera með þessu... en jæja.. þá ætla ég að hætta...

Auðvitað...

Elsku Sigga mín takk fyrir kommentið... hér koma hugsanir mínar... auðvitað á ég að sætta mig við lífið eins og það er... og ég held að ég geti sagt að ég hafi sætt mig við mikið í þessu lífi og hef ekki hug á því að hætta því... það eru margir bitar sem ég hef þurft að kingja sem barn og sem fullorðinn... og hef ég ákveðið að fyrirgefa það þeim sem á þar í hlut... en það eru ekki allir tilbúnir að taka fyrigefningu minn t.d. og auðvitað er gærdagurinn liðinn og dagurinn í dag er núna og dagurinn á morgunn óskrifaður... enda ákveð ég ekki hvernig dagurinn á morgunn á að vera... það kemur í ljós... ég ákvað ekki hvernig dagurinn í dag átti að vera... En það breitir því ekki að mér líður mjög einni... og það finnst mér vont... og auðvitað faðmara menn einginn betur en maður sjálfur... en það er kannski 1 ár síðann ég lærð það... því að það var ekki í boði að ég skildi hafa svo nokkuð á sínum tíma... og sá sem hefur bara kunnað að labba í 1 ár er líklegur til að detta ... og ég held hreinlega að maður læri ekki nema að detta eitthvað... En svo er málið að vera hrinnt... en það er mál sem ég hef ekki huga á að tala um hér... Ég átta mig líka ekki á því að það ætti að vera svona lítils virði að hafta einhvern sem getur speiglað mann 100%... er ekki mannlegt að þurfa snertingu...??? ( allavega fyrir þá sem eru ekki snertifælnir) er ég þá svona afbrygðileg að finnast nauðsynlegt að fá snertingu... og þegar það eru liðin nokkur ár frá því að maður hefur verið snertur af ástúð ( frá öðrum en móður og syni) ... er það óeðlilegt ...mér er hreinlega spurt því að ég varð ringluð af þessu kommenti... Ég veit allt um getur mína í lífinu... ég er búinn að koma mér undann gjaldþroti ( reyndar með hjálp), ég er búinn að ná 99% bata eftir líkamlega og andleg veikindi sem stefndu fulla örorku,ég er búinn að ná að vinna mig útúr því að nota geðlyf, ég er búinn að ala upp barn með lítilli sem eingri hjálp frá föðurnum en fengið hjálp frá móður minni en það er ekki það sama og að dreyfa ábyrðinni..... ég er búinn að standa mig mjög vel í vinnu og er eftirsótt í störf, ég stend mig vel í skóla... og það má ekki mikiljast að mér þyki sonur minn ekki dýrmætur... ég á honum líf mitt að þakka... og er hann það dýrmætasta sem hægt er að eiga... En ég verð að setja súrefnisgrímuna á mig fyrst svo ég geti verið til staðar fyrir hann til að setja á hann sína... Mitt mat er að hver mannvera á það skilið að vera virt sem manneskja, hver manneskja á það skilið að vera elskuð sem barn og fullorðinn... hver manneskja á það skilið að velja sínar leiðir í gegnum lífið án þess að vera dæmdur fyrir það... Það eru líka vissar grunnþarfir sem hver þarf á hverjum degi... það er svefn..., næring fyrir líkamann.. og ást... og ég á ervitt með að sætta mig við minna fyrir sjálfann mig því ég veit ég á það skilið...

meiri þankar....

Þótt að maður sé ekki að funkera á allan hátt í lífinu er voðalega gott að rífa sig á færur...(þegar það er hægt.. gengur mis vel) og fara til annara sem eiga bátt og hjálpa þeim því að þá hættir maður um stund að einblína á sitt igið vorkunarrassgat... (afsakið orðbragðið) hehehe... kannski er ég að komast á reiði tímabilið... það kemur allavega að því hvort það er núna eða seinna... en einn aðili sem kannski les þetta .. ég veit ekki... hlær af þessari líðann minni.. og segir "I told you sow" og það er herramaður sem býr á Dalvík.... núna hlakkar líklega í honum og minnist "eyðimerkurgöngu" minnar.... já það má líkja þessu við það... en ástæður eru fyrir henni núna.. eins og ölu öðru sem kemur upp hjá okkur í lífinu.. Einhver ástæða er fyrir minni göngu núna um dimman dal... en ég veit að ég er ekki ALVEG EIN... sem betur fer...annas væri ég ekki til lengur... En allavega þá ákvað ég að rífa mig uppá rassgatinu og fara og vera til staðar fyrir aðra... og ég gerði það reyndar líka í gær kvöldi... og það er got líka... Ég ætti kannski að hanna stól þar sem á honum eru langir armar og hafa hann djúpann og mjúkann svo ég geti látið armanna halda utanum mig.. hehehee... fá knús... ég hugsa það... og það er líka merkilegt að ég virðist geta einbeitt mér hér heima að því sem ég á að gera í skólanum... þannig að ég er búinn að vera duglega að æfa mig í skrautskrift... þá vinn ég líka á mínum forsendum... þá fúnkera ég... hehehee... skrítna skrúfa...
En kannski er ég að drullast uppúr þessi... VONANDI... en sjáum til... ég get ekki annað en verið hreinskilinn hvert skref í einu... Guð blessi ykkur öll...

Þankar dagsinns...

Já ég er ekki kominn á mikið betri stað en síðast... en hausinn á mér hefur ekkert stoppað... og það merkilega við málið í dag er að ég er búinn að leggja spilinn á borðið við alla í kringum mig.. mömmu, skólann, vinina, leikskólann og alla í rauninni... en.. ég er samt eins ein.. því að auðvitað er það mitt að leita mér hjálpar... jæja.. ég er líka búinn að því.. Reyndi að hringja í Karolínu ( ráðgjafann minn sem þekkir mig 100% ) nei.. hún er ekki við fyrr en í næstu viku, ég fæ slakka í skólanum sem er mér mikils virði því ég vil ekki eiðileggja það fyrir mér... Mamma enn úti... og það er svo merkilegt að það er einginn sem ég get tekið upp símann og hringt í og ég get fengið að fara til... annaðhvort svara mér einginn.. eða eru þeir svo langt í burtu... Ég hreinlega hugsaði það í morgunn að labba mér uppá geðdeild á sjúkrahúsinu og athuga hvort það sé einhver þar sem vildi tala við mig... Mig vantar einhvern sem ég get sagt allt við, verið eins og ég er grátið, hlegið eða hvað sem er án þess að finnast ég vera að troðamínum málum á aðilann. Mér finnst ég vera að troða mér á vini mína.. þessa ÖR FÁU sem ég virðist eiga.. því það er líka merkilegt að það kemur VIRKILEGA í ljós hverjir eru til að vera þegar maður þarf að fá að rugla í einhverjum.. Það skiptir alla máli að eiga trúnaðarvin sem getur bæði skilið mann og leiðbeint... einhvern sem er ekki tengdur hagsmunum manns... Þannig að hugsanr mínar fara í fleiri og fleiri hringi... Mér var nú ekki alveg sama þegar deildarstjórinn í leikskólanum tók mig til hliðar og spurði mig bara beint út hvort ég væri ekki að brenna sjálfann mig út... hummm... hvernig áttaði hún sig á því... já... sagði hún.. ég lagði bara 2 og 2 saman.. með það sem ég veit um ykkur og svo hugsaði ég "gæti ég þetta.." nei... svo spurði hún hvort að ég gæti ekki fengið mér frí...FRÍ... hvað er það... ??? nei.. hver á að vara með barnið... það er einginn sem getur hugsað sér núna að taka strákinn og leifa mér að slaka á... hvað þá get ég farið eitthvað... heheheheee... bjartsýni... Hún vildi nú meina að ég ætti rétt á stuðningsfjölskyldu.. jújú ég á það... en er einhver tilstaðar... nei... svo er þetta allt strand í kerfinu... merkilegt nokk .. það er ég sem er verið að tala um.. Svo er annað... sem gerir mig nú bara daprari.. þetta er farið að hafa svo mikil áhrif á strákinn... og nú er kominn sálfræðingur á vegum kerfisinns í málið.. Hann er að þola hluti sem eru ekki góðir fyrir 5 ára... Hann þarf kkert frekar að fá frí frá mér.. og hann á rétt á því að mamma hans.. sem er það eins sem hann á sé í lagi... ég spyr sjálfann mig stundum að því hversu oft get ég gefist upp og náð mér uppúr því...???

Jæja...ég er að verða búinn að fá nóg í bili en veit ekki hvernig ég á að komast útúr þessu...

Mig langar ekki núna að sitja hér og hlífa ykkur við veruleika mínum akkúrat þessa stundina... ég verð að skrifa þetta í von um að ég fái einhverja útrás eða eitthvað... Ég er buinn að berjast við mjög skrítnar tilfingar undanfarið...tilfingar sem snúast um hvar stend ég í lífinu...Ég haf talið mig manneskju sem er sjálfri mér nóg allavega síðasta árið... og finnst ég búinn að vera dugleg að sjá um mig og barnið... OKEY ... nú hugsar einhver ... hvaða væl kemur núna... allt í lagi... þá hættir viðkomandi að lesa... :) svo einfalt er það... Ég er ekki manneskja sem á auðvelt með að vera einangruð og ekki í samskiptum við fólk ... ég er félagavera og hef í gegnum tíðina átt mikil samskypti við mikið af fólki... en það hefur breist síðustu árin... og nú er sú staða kominn upp að ég virðist hafa breist svo mikið að það eru alls ekki mikil samskipti og í rauninni ekki nein... Er það kannski ég sem hef lokað eða hleypi ekki að mér... líklega.. og ég tek fulla ábyrð á því en hvernig sný ég þá við blaðinu... Núna eru liðnar 3 vikur af skólanum og mér líður eins þar... hef ekki marga til að tala við og sit bara í mínum heimi og vinn mína vinnu... Mamma mín þessi elska er svo mikið að vinna að sínum málum að ég haf hana ekki... Þráinn í Færeyjum, Óli að jafnasig eftir hjólakrassið og upptekinn af því, ég búinn að týna Guðruni í lífið... , Lína þessi elska og reyndar einn ónefndur eru þau einu sem ég hef en það er samt takmarkað... Ég legg ekki allt á aðila sem þekkja ekki alla mína sögu... :) það er ekki sanngjarnt... og svo er það Ragnar þessi elska... sem reynir allt semhann getur... en er bara 5ára... Ég tek upp símann og hringi í einhvern af þessu gömlu góðu.. en eðlilega flestir eru órfíkir og uppteknir af nýju íbúðunum sínum og bílum... vinnu og börnum.. mökum og brúðkaupum... en á meðann þá leiðist mér... ég er eirðalaus vegan þarfar fyrir fólk og samskypti... ég græt því að mig vantar nánd... ég kemst ekkert því ég hef ekki pössun eða bíl... Mig langar svo í smá frí fyrir mig... en ég hef ekki möguleikann... Kannski er ég að fara í haustþunglyndi.. eða aumingjaskap eða veruleikafyrringu... ég bara veit það ekki.. ég veit hreinlega ekki hvað er að mér þessa daganna.. ég veit það bara að ég er ekki lík sjálfri mér... og mér finnst ég alltaf að tuða um það og þeir sem eru að heyra þetta aftur eru örugglega ornitr leiðir og pirraðir á mér að ég rífi mig ekki upp á rassgatinu og geri eitthvað... en hvað... hvað á ég að gera... og hvernig... ef einhver hefur launsnina fyrir mig endilega látið mig vita... PLÍS.... Ég varð döpur í dag því ég fór að hugsa til Lindu aftur.. og missirinn okkar allra... hversu mikið ég sakna hennar það var nóg að vita hvar hún var því ég vissi að hún hefði orðið Ragnari svo mikls virði ef hún hefði fengið tækifæri til... Elsku Linda... eingillinn minn... Megiur lifa í ljósinu að eilífu... það er langt síðann að ég hef farið svona langt niður aftur síðann ég náði mér uppúr mínu þekkta þunglyndi um árið... og ég skal viðurkenna það að ég er lafhrædd um að lenda í þerri kildru aftur.. og ég berst af líka og sál að gera það ekki... Ég sá viðtal viðtal við mann í Kastljósinu í kvöld sem talaði um geðhverfasýki sína og það kraftaverk sem hann hefur fengið að losna undann lyfunum.. og ég get verið sammála honum um að þetta er nauðsynlegt að losna undann.... það að vera kominn á lyf við þunglyndi er niðurstaða sem ég sætti mig alldrey við aftur... þá er ég dáinn innra með mér ... ég hef verið í því helvíti áður og vil það alls ekki aftur... Ég er nú samt ekki að segja að ég sé kominn aftur á það stig.. en alltaf þegar ég fell svona eins og núna þá verð ég hrædd.. sem er kannski af hinu góða því það minnir mig á daganna í Hafnarfirði um árið... og eitt af varnaðar merkjunum mínum er að ég er byrjuð að finna leið til að þurfa ekki að fara í skólann á morgunn... Skólinn og það sem ég er að gera þar er það skemmtilegasta sem ég er að gera... en umhverfið er niðurdrepandi í alla staði... og það er EKKI góðs viti að mig langar ekki að fara... ... en að því sögðu.. þá ætla ég að hætta þessu væli... og leggjast undir sæng... Guð blessi ykkur öll..

Sunnudagsmorgunn

Góaðnn daginn elskurnar.... Jæja þá er kominn sunnudagur enn eina ferðina... :) Við mæðginin sitjum hér núna og erum í náttfötunum og dúlla okkur til að vakna fallega... Eða ... við fengum okkur morgunmat og horfðum á barnatímann og ég lúrði áframm....:) Svo bíður eftir mér slatti af uppvaski og frágangi í eldhúsinu... Því hér voru gestir lengi vel í gær og var bakað og eldað fyrir alla... :) og svo áttum við góða kvöldstund saman ... Það var yndislegt að hafa fólk hjá sér... Ragnar fékk vinkonur til að tala við og leika. Ég átti góðann dagpart með Línu þar sem við ræddum um listir og menningu, það var til þess að hún komst afstað með að skrifa ritgerðina sem hefur beðið hennar núna leingi... það er líka svo góð tilfing að hafa einhvern hjá sér.. maður þarf ekki að vera sý talandi.. bara að það er einhver á sama stað og maður sjálfur..Ég er svo mikið bara ein með syninum... og eins og það er yndislegt þá finn ég meiri þörf fyrir að eiga samskipti við fullorðið fólk. Það verður að sejast að það eru ekki mikil svoleiðis samskipti í skólanum... og hef ég þurft að draga mig í hlé í samskiptum við mömmu... en það er ástæða fyrir því... þannig að það er svona 80% ég og Ragnar... :) þannig að gærdagruinn var mjög nærandi. Svo er ég að fara í kvöld á stað sem ég hlakka mikið til .. því að það gerir að verkum að ég læri enn meira á sjálfann mig... Ég segi ykkur frá því seinna þegar ég er farinn að sjá hvernig þetta virkar...:) Við mæðginin erum heppin þessa vikuna .. við erum með bíl í viku núna... já.. mamma tók ákvörðun á 2 dögum að fara til Þýskalands og hitta gömlu skóla félaganna.. sem ég held að verði henni rosalega góð ferð ... Elsku mamma .. við elskum þig...:) Góða ferð...:)
Hún keypti af mér 2 málverk til af gefa vinkonu sinni í Þýskalandi.. :) spennandi.. já hún keypti þessi 2 grænu sem eru myndir hér inni.. þannig að ég þarf að fara að mála meira.. og er ég kominn með hugmyndi af einu sem er meira en helmingistærri en þau sem ég sýni hér inni... :) eða 40x80cm.. en þau sem eru hér eru 30x30 þannig að ég fer að mála....:) En það verður líklega ekki fyrr en í vikunni.. í dag ætla ég að slaka á..
Vandinn minn þessa dagana er að ég sef svo lítið á nóttunni... ég er að dreyma og vakna, dreymi og vakna... ég sný mér og velti... undirmeðvitundinn mín er á einhverju ferðalagi þessa dagana og ég fæ litla skýringu á.. en kannsi breitist það í kvöld... en ég geri mér svosem ekki mikla von... þannig .. því að þetta er eitthvað tímabil sem ég þarf að ganga í gegn um... :) sjáum til.. einn dagur í einu... Farið vel með ykkur öll því þið eruð mér miklvæg... :) KnÚS...

Prufum að setja inn mynd hér...:)

litaprufur_musk-rautt.jpg
Mig langaðið að prófa að stja inn mynd hér við bloggið sem.. Test nú...

Framhald .... við eigum land sem margir vanmeta...

Húrra Húrra Húrra... ÓMAR.... ég tæki ofann hattinn fyrir þér ef ég væri með þannig... Frábært framtak og kominn tími til ... Ég hef verið áhugamanneskja um íslenska náttúru í mörg ár... og hef ég séð hana frá mörgum sjónarhornum. Ég er ekki ein af þeim sem gegng dagsdaglega í lopapeysu og gammasíum... og gönguskóm en á þetta allt til ef staðurinn og stundin er rétt... :) en ég hef fekið landvarðarnámskeið og fylgdist vandlega með á sínum tíma með því hvernig þetta átti sér allt stað... ég fer ein út í náttúruna til að ná mér í jarðtengingu og langar mest af öllu að eignast sveitabæ í fallegum lundi svo ég þurfi ekki að hlusta á fréttirnar sem nágranninn er að hlusta á líka, eða unglinganna sem hlæja eins og þau aldrey afi annað gert fyrir utann gluggann hjá mér... þannig að í sveitinni er myrkur þegar það er og bjart þegar það er, staður sem hefur kyrrðina og róna... staður sem ég get verið verðurteft heima á... hvorki geta farið inn né út... Hversvegna þurfum við að leggja landið okkar undir vatn... eða stóryðuj... ?? ég er ekki með eða á móti... alls ekki ... mig langar bara sem almennum borgara að vita meira um málið og geta verið viss um að þær upplýsingar sem ég er með séu réttar... Persónulega hef ég alldrei komið á það svæði sem á að byrja að drekkja á morgun... svo ég veit ekkert um hvaða náttúru við erum að tala um... en ég hvernig sandur og ryk kemur í sandstormum af hálendinu ... það er eitthvað sem mér finnst vera umhugsunarvert... En afhverju er fólk fyrst að vakana núna.. mér fannst umhugsunarvert frá upphafi að við fengum ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um málið... þótt hreinlega þá er ég viss um að á þeim tíma hefði þjóðin samþykkt framkvæmdirnar... þótt ég sé líka viss um að hún yrði fell núna ef kosið yrði á morgun... en nóg um það .. Fyrst við fáum eingu um þetta ráðið engur þá vil ég vkja athyggli á því að það eru fleiri staðir á íslandi sem þyrftur á verndun að halda... og einn þeirra staða sem eru hjarta mínu næstir er Mývatnsveit...Hvernig fer þetta með Dymmuborgir .. ertu viss um að börnin þín komi til með að sjá þær í framtíðinni... ekki er ég svo viss um það... vonandi helst lífríkið í vatninu í lagi eftir allar þær breitingar sem hafa verið gerðar... maður getur varla farið uppeftir lengur til a fá almennilegt mýbit... því mýið og lífshringur þeirra er búinn að vera rofinn svo lengi... hvað gerist þá með eina stæðstu fuglaparadís í Evrópu... svona gæti ég lengi talið... reynum þá frekar núna að ganga betur um það sem við eigum og passa það... Hafið þið einhverntímann þegar erviðir tímar eru í lífi ykkara... farið ein út í náttúruna.. langt frá allri byggð og fólki... þá meina ég fengið að vera 100% í friði frá öllu manngerðu... þegar þangað er komið að fara úr skóm og sokkum og leifa orku náttúrinnar að streima inn um yljarnar og upp um allan líkanann... þetta er eitt af því maganaðasta sem til er... í mínu tilfelli tek ég bestu og haldbærustu ákvarðanirnar í þessu umhverfi... prófum að gleyma því sem er úr steipu og plasti...leifum náttúrinni að vera til og þá getum við notið hennar... Jæja.. þá hef ég lokið þessum pisli með léttilegu ývafi af væmni... hehehe.. mér líkt... en elskurnar.. brosum í hjartanu... bosum... P.S. gott að vita að Sigga þú ert í lagi.. hehehe.. ;) farðu nú að láta sá þig því ég veit þú kemur ofta norður en ég suður...:)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband